
Ungmennaráð Samfés er lýðræðislega kjörið ráð ungmenna á aldrinum 13-16 ára (8. – 10. bekkur) alls staðar að af landinu. Kosningar til ungmennaráðs Samfés fara fram árlega á Landsmóti Samfés. Alls er kosið í 9 kjördæmum tvo aðalmenn og einn til vara, alls 18 aðalmenn og 9 varamenn. Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés var stofnað 16. mars 2019 og er ráðið skipað fulltrúum ungs fólks á aldrinum 16-25 ára frá ungmennahúsum á Íslandi.
https://samfes.is/ungmennarad